Hugmyndir um heilsulind á Húsavíkurhöfða

Félagið Sjóbaða ehf. vinnur nú að hugmyndum um að byggja upp betri baðaðstöðu við borholuna á Húsavíkurhöfða. Tvær aðrar holur eru á svæðinu og er verið að skoða hvort einnig sé hægt að nýta vatn úr þeim.

Vatnið á Húsavíkurhöfða er 10.000 ára gamalt grunnvatn sem rennur í gegnum forn sjávarlög og fær hita frá sprungukerfi sem er undir höfðanum. Þegar það kemur upp er það um 90°C heitt og bæði salt og efnaríkt. Vegna seltunnar og annara efna í vatninu var ekki hægt að nota það beint í hitaveitu en nú er það notað til heilsubaða og er það mjög gott til slíks.

Frétt um þetta efni birtist á mbl.is. í gær og einnig kom frétt um stofnun félagsins í Viðskiptablaðinu og á RÚV.is síðasta haust.

Hér er mynd af því hvernig þessi baðaðstaða gæti litið út.

Tölvuteikning af því hvernig heilsuböðin gætu litið út.