Vandræði vegna kopar tæringar

Síðastliðna tvo mánuði höfum við verið í vandræðum með AutoRadon tækið. Ástæðan er sú að í smá parti af tækinu er 4 mm kopar rör sem vatnið úr borholunni rennur um. Efnafræði vatnsins er þess valdandi að koparinn tærist og myndar koparsúlfíð. Ólíkt járnsúlfíði í stálrörum þá myndar koparsútfíðið ekki varnarhúð sem binst við röraveggina heldur lostnar það frá og veldur þannig stíflum. Vatnið í holunni er líka salt sem örvar þetta ferli.

Í síðustu heimsókn minn á Húsavík, í desember 2010, tók ég partinn af tækinu, með kopar rörunum, og fór með hann með mér suður. Nú er félagar mínir hjá Raunvísindastofnun HÍ að skipta um kopar rörin og setja rör úr riðfríu stáli í staðin. Stálið tærist líka en tæringin myndar húð inn í rörunum sem stöðvar frekari tæringu og virkar því sem varnarhúð.

Hérna er ágæt grein sem prófessor Hrefna Kristmannsdóttir skrifaði um lagnaval og efnasamsetningu vatns.