NSN styrkur

Verkefnið fékk styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna (NSN) til að ráða einn háskólanema til að vinna að verkefninu í þrjá mánði í sumar.  Verkefnið heitir “Tenging á AutoRadon tæki við jarðskjálftaeftirlitskerfi Veðurstofu Íslands” og eins og nafnið gefur til kynna þá er tilgangur þess að setja upp AutoRadon tæki við borholuna á Húsavíkurhöfða og tengja það, ásamt öðrum mælum, við gagnasöfnunartæki sem sendi svo beint inn í jarðskjálftaeftirlistkerfið hjá Veðurstofu Íslands.

Til verkefnisins var ráðinn verkfræðinemi á 2 ári hjá Háskólanum í Reykjavík, Gísli Baldur Sveinsson.

Leiðbeinendur eru:

  • Helga Rakel Guðrúnardóttir, fyrir Stokkhólmsháskóla
  • Páll Theódórsson, Raunvísindastofnun Háskóla Íslands
  • Óðinn Þórarinsson, Veðurstofu Íslands