Ég er með B.Sc. í umhverfis- og orkufræði og er núna meistaranemi í jarðfræði við Stokkhólmsháskóla.
Vinna fyrir háskólanám
Áður en ég hóf nám í umhverfis- og orkufræði vann ég í tölvubransanum við þjónustu og gæðamál s.s. kerfisprófanir og leiðbeiningagerð. Meðal þeirra fyrirtækja sem ég vann hjá voru Síminn, OZ.COM, Gagarín, SJÁ og Kiesel Software.
Vinna með námi
Ég hef unnið með náminu. Fyrst hjá tölvufyrirtækjum en undanfarin ár hef ég unnið við sýnatökur og mælingar á heitu og köldu vatni, aðstoðað við kennslu í sýnatökum á vatni við HA og RES orkuskólann og skrifað verkferla og notendaleiðbeiningar fyrir rannsóknarstofu í vatnafræði við HA og röntgen rannsóknarstofu RES. Sumrin 2008, 2010 og 2011 vann ég sumarverkfni sem voru styrkt af nýsköpunarsjóði námsmanna (NSN) sem tengjast náminu mínu beint og óbeint. T.d. var ég sumarið 2008 á Húsavík að vinna verkefni í gegnum Háskóla Íslands, þar sem ég skoðaði hegðun hvala í tengslum við ferðaþjónustu.
Núverandi nám
Núna er ég í námi á meistarastigi í jarðfræði við Stokkhólmsháskóla. Þegar ég hóf námið þá var það uppsett í samvinnu við auðlindadeild Háskólans á Akureyri en eftir að umhverfisfræðideild Háskólanns á Akureyri lagðist af þá fluttist ég alfarið yfir í Stokkhólmsháskóla.
Aðal leiðbeinandi meistaraverkefnis míns er:
Meðan að Háskólinn á Akureyri kom enn að þessu verkefni voru leiðbeinendur mínir einnig:
- Hrefna Kristmannsdóttir, jarðefnafræðingur og fyrrum prófessor við Háskólann á Akureyri
- Ragnar Stefánsson, jarðskjálftafræðingur og prófessor emeritus við Háskólann á Akureyri
Hrefna Kristmannsdóttir er mér þó enn innan handar við verkefnið.