Ráðstefna um jarðskjálfta á Norðurlandi

Þekkingarsetrið á Húsavík
Þekkingarsetrið á Húsavík

Ég tók þátt í ráðstefnu um jarðskjálfta á Norðurlandi sem haldin var á Húsavík 6.-8. júní 2013.

Ráðstefnan var þétt setin og fjöldinn allur af erindum var fluttur. Alasdair Skelton, prófessor við Stokkhólmsháskóla og leiðbeinandinn minn, hélt eitt erindi sem fjallaði um þær rannsóknir sem Stokkhólmsháskóli hefur verið að stunda á Húsavík. Hrefna Kristmannsdóttir hélt erindi um möguleikana á að fjölga rannsóknarstöðum þ.e. að fylgjast með fleiri borholum og taldi upp þá staði sem hún taldi helst koma til greina. Ég hélt svo lítið erindi þar sem ég sagði frá þeim rannsóknum sem íslendingar hafa verið að gera í tenglum við þetta verkefni. Þar á meðal eru nokkur verkefni styrkt af Nýsöpunarsjóði námsmanna og svo meistaraverkefnið mitt.

Erindið mitt var hálfgerð sorgarsaga þar sem margt af því sem við höfum verið að reyna hefur ekki gegnið upp. Hérna er pdf skjal með erindinu mínu á ensku.

Ég fékk þó mikinn meðbyr með þessari vinnu minni á ráðstefnunni sem stappaði í mig stálinu við að halda áfram.

Kynntist ég fullt af vísindamönnum sem eru að skoða jarðskjálfta á Tjörnesbrotabletinu og fékk ég dýpri sýn á svæðinu og þeim verkefnum sem framundan eru. Á meðan á ráðstefnunni stóð þá vann ég með Alasdair Skelton að því að endurhanna meistaraverkefnið mitt. Mun það nú meira snúa að því hvernig við getum víkkað út rannsóknarsvæðið með því að mæla vatnsborðs-, hita- og leiðnibreytingar í fleiri borholum í kringum Tjörnesbrotabeltið.