Val á tækjum

Þessa dagana er ég að vinna með tæknimönnum Veðurstofu Íslands og verkfræðingi hjá Mannvit við val á mælum til að setja ofan í holurnar á Húsavíkurhöfða og við Hafralækjarskóla.

Kaupin á mælunum eru styrkt af tækjasjóði Rannís ásamt framlagi frá Stokkhólmsháskóla og Veðurstofu Íslands.

Á Húsavíkurhöfða áætlum við að setja upp eftirfarandi mæla:

  • Vatnsborðsmæli
  • Hitamæli
  • Leiðnimæli  bæði ofan í holu og uppi í skúr

Þessir mælar verða tengdir í CR1000 tæki frá Campell Scientific og verða gögnin send með radíó tengingu upp á Húsavíkurfjall þar sem Veðurstofan er með jarðskjálftamæli með ADSL tengingu.

Við Hafralækjarskóla ætlum við að setja upp leiðnimæli með hitamæli. Mælarnir verða tengdir við CR800 eða CR1000 og gögnin send með radíó tengingu að Hafralækjarskóla. Þaðan eru gögnin send með DSL tengingu suður.

Ég fór að holunum núna um daginn og mældi upp skúrana þar sem tækin verða sett upp til að við gætum reiknað út hversu langar snúrur við þurfum fyrir öll þessi tæki.