Grein í Nature Geosciense

NatureGeoÞann 21. september 2014 kom út greinin Changes in groundwater chemistry before two consecutive earthquakes in Iceland og er ég einn af meðhöfundum hennar.

Greinin fjallar um efnabreytingar í vatni sem urðu fyrir jarðskjálfta. Jarðskjálftarnir sem um ræðir voru í október 2012 og í apríl 2013 úti fyrir norðausturlandi og sáust breytingar í efnafræði vatns, úr borholu sem fylgst er með við Hafralækjarskóla, 6 mánuðum fyrir jarðskjálftana. Rannsóknin gefur því fyrirheit um að mögulega verði hægt að nota eftirlit með efnafræði vatns til að spá fyrir um jarðskjálfta.

Nature tímaritið gerði greininni góð skil og fjallaði sérstaklega um hana. Tveir af helstu sérfræðingum heims í þessum málaflokki skrifuðu svokallaðan „News and views“ pistil um hana.

Greinin fékk þegar mikla athygli hjá erlendum fjölmiðlum. Hér eru linkar í nokkrar af þeim fréttum sem birtust.

Fréttir um greinina náðu inn á forsíðu Reddit sem þykir nú nokkuð gott.

Á mánudagskvöldinu, daginn eftir á greinin kom út, hringdi blaðamaður mbl.is í mig og spurði um greinina. Daginn eftir eða  þann 23. september kom frétta um greinina í Morgunblaðinu og Spegillinn á Rás 2 tók svo viðtal við Hrefnu Kristmannsdóttur jarðefnafræðing og meðhöfund, daginn þar á eftir. Háskóli Íslands er líka með frétt um greinina og Jarðfræðistofnun HÍ deildi henni í Facebook færslu. Fréttablaðið var svo með frétt um greinina í blaðinu hjá sér þann 2. október 2014 og viðtal við Árnýju Erlu Sveinbjörnsdóttur meðhöfund að greininni.

Meistaraverkefnið mitt er partur af þessu stóra alþjóðlega verkefni og er ég að horfa á það hvernig hægt er að sjá breytingar á vatni í borholum í rauntíma. Ég er því að hanna net mælistöðva sem munu fylgjast með vatnshæð, hitastigi og leiðni í vatni í borholum á norðausturlandi.